Ráðning í stöðu leikskólakennara

Búið er að ganga frá ráðningu Elínar Karlsdóttur í stöðu leikskólakennara fyrir sumarið. Elín er með meistaragráðu í sálarfræði og hefur unnið í tveimur leikskólum á höfuðborgarsvæðinu, mest með yngri börnum. Við bjóðum Elínu hjartanlega velkomna í starfsmannahópinn, en hún hefur störf fimmtudaginn 16. maí í 100 % starfi. Elín mun starfa á öllum deildum og leysa kennara af í undirbúningstímum auk þess að leysa af ef veikindi eru.

clip_image002