Sveitaferð

Nú eru allar deildir búnar að heimsækja sveitabæinn Hrafnagil þar sem börnin fengu að skoða húsdýrin og upplifa sveitamenninguna. Eftir hverja ferð hafa börnin verið leyst út með eggjum sem hafa verið soðin og borðuð með bestu lyst þegar heim er komið. Berglind og Jón Elvar fá kærar þakkir fyrir að taka svona vel á móti nágrönnum sínum úr leikskólanum.