Ný gjaldskrá frá 1. ágúst 2013

Frá 1. ágúst breyttist gjaldskrá leikskólans þannig að allir greiða nú sömu upphæð fyrir hverja keypta klukkustund.
Verðskráin er svohljóðandi og miðast við mánaðargjald:
Keyptur leikskólatími: 2.500 kr.
Morgunverður: 1452 kr.
Hádegisverður: 2952 kr.
Síðdegishressing: 1452 kr.

Afslættir:
*Af dvalargjaldi er veittur 30% afsláttur fyrir annað barn, 60% fyrir þriðja og 100% fyrir fjórða eða fleiri systkini með sama lögheimili.
*Af fæði er 50% afsláttur fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða eða fleiri og er þessi afsláttur á milli skólastiga.

Foreldragjald 600 kr. (greitt er eitt gjald þó fleiri systkini eru í leikskólanum – skv. foreldrafélaginu)

33,33% afsláttur er af dvalargjaldi einstæðra foreldra, þar sem báðir foreldrar eru í námi, báðir foreldrar atvinnulausir eða annað í námi og hitt atvinnulaust.