Samningur milli Háskólans á Akureyri og Krummakots

Leikskólinn Krummakot og Háskólinn á Akureyri hafa gert með sér samning vegna vettvangsnáms og æfingakennslu kennaranema. Leikskólinn tekur þannig að sér hlutverk starfsþróunarskóla en í því felst að veita kennaranemum fræðslu og þjálfun í samræmi við markmið náms- og kennsluskrár kennaradeildar HA. Einnig er sjónum beint að innri starfsþróun leikskólans og starfsmögnun.
Þriðjudaginn 20. ágúst byrjaði fyrsti neminn, Heiðsdís Pétursdóttir, en hún er á fimmta ári í leikskólakennarafræðum. Vettvangsnám Heiðdísar fer aðallega fram á Öspinni en hún mun einnig kynna sér starfið á öðrum deildum sem og skipulag skólastarfsins. Vettvangsnámið mun standa fram í byrjun desember og verður að meðaltali sex klst. á dag. Við bjóðum Heiðdísi hjartanlega velkomna í Krummakot.

IMG_0628