Tónlistarkennsla

Í dag byrjuðu tónmenntatímar hjá Maríu Gunnarsdóttur tónmenntakennara fyrir börnin á Björk og Ösp. Tímarnir verða áfram á þriðjudögum milli kl. 9:00-10:20, 30 mínútur fyrir tvo elstu árgangana, börn f. 2008 og 2009 (Öspin) og 20 mínútur fyrir börnin í árgangi 2010 (Björkin). Eins og í fyrra munu kennarar á deildum vera með í tímunum. Fyrir tímann í dag voru börnin búin að útbúa sitt eigið fiðrildi sem þau sungu svo um í tímanum.

IMG_0650[2] IMG_0649[1] IMG_0651[1]