Uppskerutími

Í gær voru teknar upp kartöflur úr Sólskinsgarðinum.
Það var mikil gleði og gaman fyrir börnin að fá að fara heim með eigin uppskeru. Kartöflurnar voru að vísu ósköp smáar en það er aukaatriði í okkar ræktun. Aðalatriðið er að börnin kynnist ræktuninni, læri að njóta þess að hugsa um garðinn, fræðast, upplifa og uppskera. Með því að vekja áhuga barna á ræktun erum við samhliða að vinna að sjálfbærnihugsun sem er einn af grunnþáttum menntunar samkvæmt nýrri aðalnámskrá. Einnig var tekinn upp rabarbari, hann skorinn niður úti á lóð og síðan fáum við væntanlega vöfflur með rabarbarasultu í næstu viku. Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.

IMG_3279 IMG_3009 IMG_3006
IMG_3028 IMG_3039 IMG_3005
IMG_3045 IMG_3293 IMG_3013
IMG_3280 IMG_3307 IMG_3308