Ferðir í íþróttahús hafnar að nýju

Í síðustu viku byrjuðu tímar í íþróttahúsinu fyrir börnin á Björkinni og Öspinni. Það var að vonum mikil tilhlökkun meðal barnanna og gaman að spreyta sig á öllum stöðvunum sem kennararnir settu upp. Tímarnir verða alla miðvikudaga fyrir hádegi. Öspin er með tíma frá kl. 9:30 og Björkin frá kl. 10:30. Ekki er reiknað með að börnin af Furunni fari fyrst um sinn í íþróttahúsið heldur nýti sitt góða svæði á Furunni til grófhreyfiiðkunar. Hér má sjá nokkrar myndir úr íþróttatímunum.

IMG_3124 IMG_3126 IMG_3150
IMG_3160 IMG_3139 IMG_3312
IMG_3316 IMG_3330 IMG_3356