Úttekt á umhverfisstarfi

Á miðvikudaginn í síðustu viku kom Gerður Magnúsdóttir, verkefnisstjóri Skóla á grænni grein hjá Landvernd, og tók út umhverfisstarfið í leik– og grunnskólanum. Við fengum mjög góða umsögn og loforð um endurnýjaðan grænfána þann 16. september n.k. Það er mikill heiður fyrir skólana og ánægjulegt að sjá hversu mikill áhugi er fyrir verkefninu, bæði meðal starfsfólks, nemenda og foreldra. Ákveðið hefur verið að skólarnir standi fyrir umhverfisþingi fyrir íbúa sveitarinnar í tilefni afhendingarinnar og eru foreldrar hvattir til að mæta þar og fræðast. Þingið verður þann 16. september og hefst kl. 12:50. Upp úr kl. 14:00 verður síðan formleg grænfánaafhending við Krummakot.