Umhverfisþing fyrir íbúa Eyjafjarðarsveitar

clip_image002
Mánudaginn 16. september, á Degi íslenskrar náttúru, ætla nemendur og starfsfólk leik- og grunnskólans, Krummakots og Hrafnagilsskóla, að standa fyrir umhverfisþingi. Skólasamfélögin hafa verið að vinna markvisst að umhverfismennt innan skólanna undanfarin ár og vilja nú bjóða íbúum sveitarinnar á Umhverfisþing í íþróttahúsinu við Hrafnagilsskóla milli klukkan 12:45 – 14:00.
Dagskrá:
Setning
Tónlistaratriði
Kynning á verkefni úr leikskólanum
Kynning á verkefni úr grunnskólanum
Megi það byrja með mér. Vangaveltur um hvað við getum lagt af mörkum.
Erindi flutt af Orra Páli Jóhannssyni búfræðingi og landverði.
Landvernd afhendir báðum skólunum grænfána sem viðurkenningu fyrir árangur í umhverfismennt.