Öskudagur í Krummakoti

Mikið var um dýrðir í morgun þegar börn og starfsfólk mættu í allskyns búningum í tilefni af sívinsælum Öskudeginum. Farið var á milli deilda og sungið fyrir vini sína, slegið upp Öskudagsballi og „kötturinn sleginn úr tunnunni“ eins og hefðin býður. Eftir hádegið fóru elstu börnin ásamt kennurum sínum í leiðangur um nágrennið og sungu fyrir fyrirtæki og stofnanir og þáðu að launum góðgæti. Myndir segja meira en mörg orð og hér koma nokkrar frá frábærum degi.