Styrkur úr Sprotasjóði

Á dögunum fékk leikskólinn Krummakot úthlutað styrk frá Sprotasjóði til að vinna markvissar með spjaldtölvur í leikskólanum með áherslu á vinnu við Söguaðferð. Verkefnið ber heitið Ævintýrin allt um kring – snjallir krakkar og kennarar á 21. öldinni.  Áhersla er lögð á móðurmál í stafrænum heimi og lærdómssamfélag í skólastarfi.
Markmiðið er:

  • Að þróa nýjar leiðir til að vinna með Söguaðferðina í skólastarfi.
  • Að efla mál leikskólabarna með nýjum kennsluaðferðum og stafrænni tækni.
  • Að þróa nýjar leiðir til að vinna með móðurmálið á skapandi hátt.
  • Að efla færni og kunnáttu starfsmanna í að nota snjalltækni í starfi með börnum.

Alls fékkst styrkur að upphæð 1.700.000 kr. Við hlökkum mikið til að þróa og innleiða þessa nýbreytni í skólastarfið næsta haust.
Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Sjá: http://www.sprotasjodur.is/