Krummadagurinn 2. júní

Vorhátíð Krummakots, Krummadagurinn var haldinn 2. júní s.l. Hátíðin var haldin í tónlistarhúsinu Laugarborg sem er í göngufæri við leikskólann. Allir nemendur leikskólans komu fram á sviði og sungu fyrir foreldra sína og aðra góða gesti. Í lok dagskrárinnar voru elstu nemendur útskrifaðir með pomp og prakt og fengu þeir bæði útskriftarskjal og birkiplöntu að gjöf frá leikskólanum ásamt hamingju- og heillaóskum frá öllu starfsfólki leikskólans. Eftir útskriftina tók foreldrafélagið við og bauð upp á grillaðar pylsur á leikskólalóðinni, andlitsmálun og hesta. Hér má sjá myndir frá Laugarborg.