Entries by admin

Gefandi samstarf við grunnskólann

Við vinnum markvisst að góðu og gefandi samstarfi við grunnskólann og síðast liðinn miðvikudag var bryddað upp á þeirri nýung að bjóða nemendum úr 6. bekk að koma og búa til jólaskraut með nemendum leikskólans. Fjórir til sex nemendur komu á hverja deild og ríkti mikil föndur- og leikgleði í hópunum.

Jólatrésleiðangur

  Í gærmorgun stóð foreldrafélagið fyrir árlegum leiðangri í leit að jólatré handa leikskólanum. Alls mættu fimmtíu galvaskir foreldrar og börn til að taka þátt í ævintýrinu. Farið var upp í skóglendið fyrir ofan leikskólann í kolniðamyrkri með vasaljós og sög í farteskinu og komið heim í albjörtu með dásamlega fallega furu sem komið var fyrir í matsalnum. Síðan var boðið […]

Dagur íslenskrar tungu

Á föstudaginn héldum við upp á Dag íslenskrar tungu með veglegri dagskrá þar sem allir nemendur leikskólans stigu á svið og fluttu atriði. Á Furunni sungu yngstu nemendur Uglulagið, nemendur Bjarkarinnar fluttu vísuna Buxur, vesti, brók og skór eftir Jónas Hallgrímsson og Öspin söng Drekalagið eftir Helgu Arnalds. Að því búnu hófst uppskeruhátíð á söguaðferðarverkefni […]

Ráðning í stöðu matráðs

Búið er að ráða Aron Martin Ágústsson í stöðu matráðs frá og með 1. júní n.k. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn í starfsmannahópinn og skólasamfélagið okkar.

Heimsókn á Slökkvistöð Akureyrar

Í dag, 30. maí, buðu starfsmenn slökkvistöðvarinnar elsta árgangi leikskólanna á Akureyri og nærsveitum á uppskeruhátíð. Samstarf hefur verið milli slökkviliðsins og leikskólanna um eldvarnir og börnin verið svokallaðir „aðstoðarmenn slökkviliðsins“. Þau hafa farið í reglubundnar ferðir um leikskólann ásamt kennara og skoðað hvernig brunavörnum er háttað. Rúta sótti mannskapinn kl. 9:10 og síðan tók […]

Krummadagurinn, 24. maí

Við viljum þakka foreldrum og öðrum góðum gestum kærlega fyrir komuna á vorhátíðina okkar, Krummadaginn. Það var einstaklega gaman að sjá hvað kennarar og nemendur voru búnir að verja miklum tíma í undirbúning og æfingar og hversu vel tókst til í Laugarborg á sjálfan Krummadaginn. Þetta er mikil þjálfun fyrir okkar ungu nemendur og ótal […]

Hrund gefur út sína fimmtu bók

Nýverið kom út Bókin um Tíslu eftir Hrund Hlöðversdóttur leikskólastjóra á Krummakoti. Í kynningu á bókinni segir: Um er að ræða námsbók í siðfræði og lífsleikni. Hún fjallar um hugsanir, tilfinningar og atvik sem upp kunna að koma hjá börnum við upphaf skólagöngu og hvernig má takast á við breytingar á jákvæðan hátt. Bókin er […]

Foreldranámskeið um Jákvæðan aga

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á foreldranámskeið um Jákvæðan aga. Námskeiðið verður opið foreldrum barna í Naustaskóla, Naustatjörn, Glerárskóla og Hrafnagilsskóla og mun kosta 1.500 kr. pr. þátttakanda. Námskeiðið verður haldið í Naustaskóla þrjú síðdegi frá kl. 17-19, þ.e. miðvikudaginn 29. febrúar, þriðjudaginn 6. mars og þriðjudaginn 13. mars. (Þetta er að hluta til […]

Auglýst eftir starfsfólki

Hrafnagilsskóli óskar eftir að ráða leik- og grunnskólaskólakennara ásamt þroskaþjálfa. Meðfylgjandi auglýsing birtist í Dagskránni 4. maí s.l. og er umsóknarfrestur til 20. maí. Auglýsing