Entries by Hugrún Sigmundsdóttir

Krummadagurinn 2. júní

Vorhátíð Krummakots, Krummadagurinn var haldinn 2. júní s.l. Hátíðin var haldin í tónlistarhúsinu Laugarborg sem er í göngufæri við leikskólann. Allir nemendur leikskólans komu fram á sviði og sungu fyrir foreldra sína og aðra góða gesti. Í lok dagskrárinnar voru elstu nemendur útskrifaðir með pomp og prakt og fengu þeir bæði útskriftarskjal og birkiplöntu að […]

Greinargerð um umhverfisstarf Krummakots

Á dögunum sendi leikskólinn frá sér greinargerð til Landverndar um umhverfisstarf leikskólans síðast liðin tvö ár. Krummakot er Skóli á grænni grein sem er umhverfisverkefni á vegum Landverndar sem skólum stendur til boða að taka þátt í. Krummakot hefur fengið viðurkenninguna Grænfánann frá Landvernd í þrígang og vonumst við eftir endurnýjaðri viðurkenningu í haust. Á […]

Styrkur úr Sprotasjóði

Á dögunum fékk leikskólinn Krummakot úthlutað styrk frá Sprotasjóði til að vinna markvissar með spjaldtölvur í leikskólanum með áherslu á vinnu við Söguaðferð. Verkefnið ber heitið Ævintýrin allt um kring – snjallir krakkar og kennarar á 21. öldinni.  Áhersla er lögð á móðurmál í stafrænum heimi og lærdómssamfélag í skólastarfi. Markmiðið er: Að þróa nýjar […]

Danskennsla og danssýning hjá Fálkunum

Í gær var tíundi og síðasti danstíminn  hjá elstu nemendum leikskólans en þeir hafa sótt tíma hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara frá því í byrjun janúar. Að tímanum loknum var danssýning þar sem foreldrum barnanna var boðið og koma og horfa á snillingana sína. Sýningin var í Íþróttahúsinu og þar sýndu einnig nemendur yngsta stigs grunnskólans […]