Entries by Hugrún Sigmundsdóttir

Gjöf frá kvenfélaginu Iðunni

Í gær barst leikskólanum höfðingleg gjöf frá kvenfélagskonum í kvenfélaginu Iðunni í Eyjafjarðarsveit. Kvenfélgaskonur gáfu leikskólanum hundrað þúsund krónur til kaupa á góðum bakpokum, skyndihjálparbúnaði og öðrum búnaði sem nýtast mun vel í vettvangsferðum með nemendum. Krummakot leggur mikla áherslu á umhverfismennt og útinám og reglulega eru farnir leiðangrar um nánasta svæði leikskólans, ekki síst […]

Öskudagur í Krummakoti

Mikið var um dýrðir í morgun þegar börn og starfsfólk mættu í allskyns búningum í tilefni af sívinsælum Öskudeginum. Farið var á milli deilda og sungið fyrir vini sína, slegið upp Öskudagsballi og „kötturinn sleginn úr tunnunni“ eins og hefðin býður. Eftir hádegið fóru elstu börnin ásamt kennurum sínum í leiðangur um nágrennið og sungu […]

Jólakveðja frá Krummakoti

Með þessum litla pistli um Litlu jólin okkar sendum við ykkur foreldrum og gullmolunum ykkar hugheilar óskir um gleðilega jólahátíð og farsælt og heillaríkt nýtt ár, 2017. Innilegar þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.