Entries by Hugrún Sigmundsdóttir

Litlu jól í Krummakoti

Þriðjudaginn 18. desember höldum við Litlu jólin hér í Krummakoti. Við borðum hangikjöt og tilheyrandi í hádeginu en klukkan 14:00 eigum við von á jólasveinum í heimsókn. Við munum skiptast á að dansa í kringum fallega jólatréð sem foreldrafélagið gaf okkur. Börnin á Furu og Björk munu byrja á að dansa saman á meðan jólasveinninn […]

Kakóferð í mötuneyti

Í dag bauð starfsfólk mötuneytisins, þau Auður, Kristín og Valdi, leikskólabörnunum í kakó og kleinur. Þetta er ein af jólahefðunum hér í Krummakoti og alltaf tilhlökkunarefni á aðventunni. Á Furunni var slegið upp langborði og drukkið heima í leikskólanum í staðinn fyrir að leggja land undir fót. Það ríkti afskaplega góð stemning á kaffihúsunum og […]

Jólakort frá 1. bekk.

Á mánudaginn notuðu okkar gömlu leikskólanemendur, sem nú eru komnir í 1. bekk, tækifærið og færðu elstu nemendum leikskólans fallegt jólakort sem þau höfðu útbúið. Í kortinu voru myndir af öllum börnunum og höfðu þau skrifað nafnið sitt við sína mynd og greinilega vandað sig. Kortið mun síðan fara í ramma og minna okkur á […]

Heimsókn séra Hannesar Blandon

Á mánudaginn fengum við góða gesti í heimsókn en það voru séra Hannes Örn Blandon og nemendur í fyrsta bekk ásamt Margréti kennara. Hannes spilaði á gítar og söng jólalög með okkur og sagði svo sögur af sjálfum sér þegar hann var lítill strákur og var að læra vinsemd og hjálpsemi. Þetta var notaleg samverustund […]

Dásamleg aðventa

Nú er búið að skreyta leikskólann með ljósum og viðfangsefni barnanna verða æ jólalegri. Sum eru sýnileg á deildum en yfir öðrum hvílir meiri leynd eins og gengur og gerist 🙂 Í vikunni hefur bökunarilm lagt um allan skólann og fyllt vit barna og starfsfólks og eflaust foreldra líka. Hver deild átti sinn bökunardag í […]

Starfsmannamál

Eins og fram kom í Fréttapóstinum fyrir hálfum mánuði er Inga Bára að fara í ársleyfi frá áramótum. Staðan var auglýst innan húss og mun Halldóra Kristín Vilhjálmsdóttir leikskólakennari gegna stöðunni þennan tíma. Halldóra er kennari á Furunni en auglýst verður eftir kennara í hennar starf á næstu dögum. Helen H. Ármannsdóttir mun gegna stöðu […]