Furan 14.-18. desember

Vikan var mjög skemmtileg og viðburðarík og margt að gera.  Við byrjuðum á því að hittast allurleikskólinn á mánudagsmorgninum og syngja saman nokkur jólalög og kveikja á aðventukransinum.

Á þriðjudaginn örkuðum við öll saman í jólagarðinn, þar hittum við jólasveininn, sungum nokkur jólalög og dönsuðum í kringum jólatréð.  Svo fengu allir að leika sér smá stund í garðinum og kíkja á glugga á jólahúsinu:)  jólasveinninn gaf svo öllum pakka sem börnin fengu að taka með sér heim.  Þetta var virkilega skemmtileg stund og börnin mjög dugleg að labba þessa leið í jólagarðinn og vorum við mjög heppin með veður, algjör stilla og þurrt:) .   Á miðvikudaginn fórum við til Valda kokks, en hann var búin að breyta mötuneytinu í þetta fína kaffishús fyrir okkur og bauð hann okkur upp á ljúffengar kleinur sem við renndum niður með heitu kakói.

Fimmtudagurinn   var með nokkuð eðlilegu móti en á föstudaginn var jólaballið og þá var nú mikið fjör og gaman.  Við hittumst öll á Eikinni kl 10:00 en krakkarnir á Eikinni voru búin að skreyta jólatré og skreyta deildina sína þannig að það var mjög jólalegt um að litast hjá þeim.  Við byrjuðum á að dansa í kringum jólatréð og sungum að sjálfsögðu jólalögin hátt og snjallt.  Þegar við vorum búin að syngja nokkur lög byrtust jólasveinarnir og skelltu þeir sér með okkur í hringinn og tóku undir sönginn, þetta voru þeir skyrgámur og pottaskefill og vöktu þeir verðskuldaða athygli og náðu mjög vel til barnanna.  Þegar allir voru búinar að dansa nóg fóru allir á sína deild og jólasveinarnir komu svo í heimsókn á hverja deild,sungu nokkur lög, röbbuðu við börnin og gáfu þeim svo poka með tannbursta og mandarínum í kveðjuskyni.  Þetta voru virkilega skemmtilegir jólasveinar og engin hræddur við þá kalla:).

Í vikunni var líka eitt afmælisbarn, en hún Margrét Dana varð 3 ára á þriðjudaginn 15 des og óskum við henni til hamingju með daginn.
Eins og sjá/lesa má var nóg að gera í vikunni en það má reikna með að næsta vika verði mun rólegri:)
Góða helgi starfsmenn Furunnar

Furan 7.-11. desember

Furan 7.-11. desember

Við erum komin í jólagírinn í leikskólanum og á mánudaginn hittist allur leikskólinn á Furunni og söng saman nokkur jólalög og einning kveiktum við á aðvenntukransinum. En þetta ætlum við að gera á mánudögum kl 9:15 fram að jólum.

Við höfum nýtt morgnana í útiveru en verið inni eftir hádegið í ýmisskonar jólastússti sem ekki má segja frá;)
Á miðvikudaginn hittist svo allur leikskólinn í Aldísarlundi og áttum við virkilega skemmtilega stund Þar saman. Börnin á Eikinni voru búin að útbúa kertaluktir sem þau voru búin að hengja í trén og Séra Hannes kom og var með helgistund og söng nokkur jólalög með okkur. Færðin var reynda svolítið erfið en það var mjög mikil hálka og var svolítið erfitt að komast uppeftir, en það var lítið mál að fara til baka, börnin renndu sér á rassinum niður snjóinn og skemmtu sér konunglega.
Á föstudaginn (11des) er buffdagur og þá mega allir koma með buff og vera með það bæði inni og úti.
Við viljum að lokum minna foreldra á að koma með taupokana aftur í leikskólann, en það ber svolítið á þvi að þeir skila sér ekki aftur í hólf barnann eftir að þeir hafa farið heim. Tilgangurinn með pokunum er að nota þá til að senda blaut og skítug föt heim og því þurfa þeir að skila sér strax aftur í leikskólann. Einnig er nauðsynlegt að fara vel yfir fatakassa og útiföt barnanna  á hverjum degi í veðri eins og verið hefur í þessari viku.. þau hafa komið mjög skítug og blaut inn og er því fljótt að tæmast úr aukafatakassanum.
Góða helgi
Starfsfólk Furunnar

Furan 30. nóv – 4. des

Á mánudaginn fórum við í íþróttahúsið , fyrst fór Asparhópurinn og svo Furuhópurinn.  Við settum upp þrautabraut og fannst öllum þetta mjög gaman og er sérstaklega gaman að hanga í köðlunum og passa að krókdílarnir bíti ekki í tærnar;).
Á Þriðjudaginn var tónlist hjá Öspinni.  Á  fimmtudaginn komu krakkar úr 7 bekk úr skólanum og lásu fyrir börnin á öspinni, en það hafa komið krakkar úr 7 bekk og lesið fyrir þau á fimmtudögum síðan 16 nóv og verður þetta svona fram á vor.
Á föstudaginn var náttfatadagur og eingóm gleði og gaman
Við erum svo á fullu að undirbúa jólin og eru ýmsar uppákomur framundan.
Á mánudögum kl 9:15 koma allir í leikskólanum saman á Furunni og við syngjum nokkur jólalög saman og kveikjum á aðventukrans.
Kveðja frá starfsfólki Furunnar

Frá Furunni

Eftir mikil forfoll vegna veikinda bæði hjá starfsmönnum og börnum er allt að komast í eðlilegt horf.

Það hafa tveir nýjir strákar bæst í hópinn hjá okkur annar í Asparhópinn, hann heitir Ari en hann byrjaði í október og svo hann Fannar Nói sem er í furuhópnum sem byrjaði í síðustu viku.

Systurnar Guðrún og Sóveig eru báðar búnar að eiga afmæli núna í Nóvember og óskum við þeim til hamingju með það og var að sjálfsögðu flaggað í tilefni afmælanna.

Við viljum biðja foreldra að passa vel upp á að það séu aukaföt í kössunum og einnig að börnin séu með viðeigandi útiföt, en eins og flestir vita er veðrið fljótt að breytast og suma daga fara börnin í kuldagöllunum út fyrir hádegi en pollaggöllunum eftir hádegi. Einnig er mjög mikilvægt að allt sé vel merkt með nafni barnsins.

Á morgun föstudaginn 20 nóv er bókardagur hjá okkur og þá mega allir koma með bók með sér í leikskólann og einnig fá allir bókarmerki með sér heim.

Kveðja frá starfsfólki Furunnar

Furan 23.-27. nóvember

Við komumst loksins í íþróttahúsið á mánudaginn eftir langt hlé og var það mjög gaman og mikið hlaupið og gerða allskonar æfingar.

Á fimmtudaginn fórum við öll saman á Furunni í göngutúr upp í Aldísarlund, börnin voru mjög dugleg að labba í snjónum og kuldanum.  Við fórum heljar stóran hring í skóginum og það var mikið fjör þega við annað hvort hlupum eða renndum okkur á rassinum niður brekkuna.

Á föstudaginn átti Kristbjörn Logi 3 ára afmæli og var að sjálfsögðu flaggað í tilefni dagsins,  það var líka vasaljósadagur hjá okkur og fórum við öll mjög vel upplýst inn í helgina
Góð helgi , starfsfókl Furunnar.

Furan – 26.-30. október

Furan 26-30 október

Það hefur verið mikið um forföll í vikunni bæði hjá börnum og starfsfólki,  börnin hafa því farið mikið í heimskóknir á milli deilda.

Á þriðjudaginn var alþjólegi bangsadagurinn og þá máttu allir koma með einn bangsa með sér að heiman.  Bangsarnir fengu svo að vera með í leik með börnunum og var það mjög skemmtilegt.  Hópastarfið féll niður í vikunni en í staðinn vorum við mikið úti að leika og einnig inni í frjálsum leik.

Á föstudaginn var svo rugludagur í leikskólanum og komu þá börnin í t.d peysu á röngunni og mörg þeirra fóru í t.d pollajökkunum öfugum út þ.e snéru þeim framhliðinni aftur o.s.frv.

Góða helgi Heiðdís Fjóla, Helga, Inga og Natalía

Furan – 19.-23. október

Furan vikuna 19-23 október 2009

Á mánudaginn fóru Furu og Asparhópurinn saman í íþróttahúsið.  Vegna fjarveru starfsfólk er búin að vera samvinna á milli Furunnar og Asparinnar allan daginn alla daga vikunnar, en hefur það farið mjög vel í börnin og finnst börnunum á Furunni mjög gaman og spennandi að fá að fara í heimsókn á Öspina.  Þau hafa skipst á að fara þangað tvö og tvö saman í hópastarf og svo hafa farið 3 í einu og borðað þar hádegismat.

Við erum á fullu að gera jólagjöfina til ykkar foreldrana og er mikil spenna í gangi í sambandi við það.  Við höfum farið út bæði fyrir og eftir hádegi í vikunni  eins og venja er, nema í gær fimmtudag en það komu allir blautir inn fyrir hádegi þannig að eftir hádegi vorum við í frjálsum leik inni.  Og nutu börnin sín vel í rólegheitum.

Á þriðjudaginn 27 október er alþjólegur bangsadagur og þá mega allir koma með bangsa með sér í leikskólann og við munum lesa bangsasögur ,syngja bangsalög leika og teikna bangsa, þriðjudagurinn verður sem sagt einn stór bangsadagur.

Við viljum minna foreldra á að kíkja í  aukafatakassan og ath  hvort eitthvað vantar í hann en þegar það er svona mikil rigning eins og verið hefur koma börnin oft blaut í gegn inn.  Taupokarnir stóru góðu sem foreldrafélagið gaf hverju barni eru nú komnir í fulla notkun og eru þeir ætlaðir fyrir blaut útiföt sem þurfa að fara heim,foreldrar koma svo pokanum hreinum í aukafatakassann aftur.

Furan 12.-16. október

Þá er enn ein vikan að líða undir lok og margt og mikið búið að gera í vikunni. Þó enn sé bara október erum við farin að huga að jólagjöfinni sem börnin búa til hér í leikskólanum og gefa foreldurm sínum.   Þannig að hópastarfstímarnir snúast mikið um jólagjöfina og verða foreldrar bara að bíða spenntir að sjá hvað við höfum verið að gera 😉

Á mánudaginn var ekki íþróttahús en í staðin var útivera. Asparhópurinn fór í tónlist að þriðjudaginn eins og venja er.

Í vikunni tókst okkur loksins að klára að mála á taupokana sem foreldrafélagið gaf börnunum og eru þeir komnir í kassana í fataherberginu, framvegis munum við því senda blaut útiföt heim í þessum pokum.

Við höfum fengið að finna fyrir rokinu í vikunni og hefur því útiveran verið í styttra lagi í vikunni, en vonandi fer veðrið nú að skána.

Nú eru allir krakkarnir í Furuhópnum að verða búnir að fara með Snúð heim 1x og ætlar hann að taka sér smá frí áður en hann fer í aðra heimsóknarlotu til krakkanna. En hann fær bara mjög stutta hvíld þar sem bæði honum og krökkunum finnst þetta alveg rosalega skemmtileg samvera.

Í dag föstudag er svo dótadagur og er mikil spenna í kringum það og krakkarnir dugleg að leika me dótið sitt og líka að leyfa öðrum að prófa.

Að lokum viljum við minna þá á sem koma með börnin í leikskólann á morgnana að fylgja þeim inn á deildina og passa að starfsfólk verði vart við þann sem kemur með barnið.

Góða helgi
Heiðdís Fjóla , Helga, Inga og Natalía

Furan 5.-9. október

Furan 5-9 október

Á mánudaginn fórum við í íþróttahúsið í tveimur hópum og fengu börnin góða útrás þar eins og alltaf.

Á þriðjudaginn var tónlist hjá Maríu. Í hópastarfi var hópurinn á Öspinni að mála litstaverk á trönum,mjög skemmtilgt. Hópurinn á Furunni hélt áfram að vinna með taupokana sína og fer nú að styttast í að þeir verði tilbúnir. Þau stimpluðu líka handafarið sitt á blað og við hegndum þau svo í hring upp á vegg og erum búin að búa til vináttuhring, en er þetta í beinu framhaldi af dygðinni sem við erum að vinna með núna, en það er VINSEMD.

Á föstudaginn var svo málningardagur og fengu allir andlitsmálun og urðu margir spiderman og kistur til á Furunni 🙂

Vikan 21-25 september

Furan 21-25 september

Vikan er búin að vera viðburðarík að vanda.  Á mándudaginn fórum við saman í íþróttahúsið, þ.e hópurinn af Öspinni og Furunni.  Natalía setti upp mjög skemmtilega þrautabraut og höfðu börnin mjög gaman af að spreyta sig í henni.  Það var tónlist hjá Maríu á þriðjudaginn fyrir hópnn á Öspinni.

Á miðvikudaginn bökuðum við bollur fyrir foreldrakaffið og fannst krökkunum það mjög gaman og voru rosalega dugleg  að hnoða bollur.  Krakkarnir á Öspinni gerðu mjög skemmtilegar klippimyndir í hópastarfinu á fimmtudaginn.

Á föstudaginn var svo foreldrakaffið og þökkum við öllum þeim foreldrum sem komu og fengu sér kaffi og bollu fyrir komuna.