Starfsmannastefna Krummakots.

Starfsfólk Krummakots hefur gert sér starfsmannastefnu sem höfð er að leiðarljósi í öllu starfi og stjórnun leikskólans. Hér má skoða stefnuna í heild sinni:

Starfsmannatefna Krummakots

Jákvæður agi.

Jákvæður agi er uppeldisstefna sem byggð er á sjálfsstjórnarkenningum. Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni og fellur afar vel að því dygðastarfi sem unnið hefur verið í leikskólanum mörg undanfarin ár. Einnig styður kennsla í Stig af stigi vel við agastefnuna. Meginreglur Jákvæðs aga hjálpa til við að byggja samband væntumþykju og virðingar og auðvelda lausnaleit til frambúðar. Jákvæður agi byggir á kennslu, skilningi, hvatningu og samskiptum en ekki refsingum. Í Krummakoti hófst innleiðing á Jákvæðum aga árið 2012 og er reiknað með að ferlið taki 3 – 6 ár. Verkefnastjóri er Elín Karlsdóttir sálfræðingur. Gefin hefur verið út handbók fyrir starfsfólk, foreldra og aðra sem vilja kynna sér agastefnuna og er hún aðgengileg í pdf skjali hér fyrir neðan. Sömuleiðis má skoða fræðsluerindi um Jákvæðan aga og Innleiðingaráætlanir.

Jákvæður agi_Handbók ágúst 2013

innleiding-ja_haustonn-2016_netid

Innleiðing JA_haustönn 2015

Innleiðing JA_vorönn 2015

Innleiðing JA_haustönn 2014

Innleiðing JA_vorönn 2014

JA_fræðsla fyrir foreldra_febrúar 2014

 

Söguaðferð (Story line).

Í Krummakoti er unnið markvisst með Söguaðferðina (Story line) með þremur elstu árgöngum leikskólans.
Hér fyrir neðan má lesa stutta samantekt um Söguaðferðina.

Kynning á Söguaðferðinni
Söguaðferð á Ösp_Vatnið_Haust 2015_netið
Söguaðferð um Krumma_Björkin_haust 2015

 

Umhverfisstarf.
Leikskólinn Krummakot er grænfánaskóli síðan 16. nóvember 2011. Unnið er ötullega að umhverfismálum eftir skrefunum sjö frá Landvernd sem heldur utan um grænfánaverkefni skóla á Íslandi. Til að fræðast meira um verkefnið má skoða heimasíðu Landverndar,
http://landvernd.is/graenfaninn/Thatttaka/Skrefin-sjo

Grænfánaskólar fá afhendan sérstakan fána í viðurkenningarskyni fyrir starf í þágu umhverfismála í sínum skóla og er hann veittur til tveggja ára í senn. Til þess að afhending geti farið fram þurfa skólar að skila inn greinargerð þar sem fram kemur hvernig unnið hefur verið að markmiðum síðustu tvö árin. Í framhaldi af því gera starfsmenn Landverndar úttekt á starfi skólanna og meta hvort skólinn hafi uppfyllt öll skilyrði sem þarf til að öðlast fánann að nýju.

Leik- og grunnskólinn sóttu sameiginlega um grænfánann í júní 2013 og fengu afhenta grænfána þann 16. september sama ár. Í maí 2015 sendi leikskólinn frá sér greinargerð og fékk Krummakot afhentan grænfána í þriðja sinn 4. júní 2015.

Hér fyrir neðan má skoða greinargerðir um umhverfisstarf skólans:

Greinargerð umhverfismála í Krummakoti vor 2017
Greinargerð umhverfismála í Krummkoti vor 2015

Greinagerð umhverfismála 2013_leik- og grunnskóli

Fundargerðir umhverfisnefndar má skoða hér fyrir neðan:

fundur 30_10_2015
Fundur 11_09_2015

Fundur 22_05_2015

Fundur 20_03_2015

Fundur 20_02_2015

Fundur 16_01_2015

Fundur 21_11_2014

Fundur 17_03_2014
Fundur 13_02_2014

Fundur 28_01_2014
Fundur 16_01_2014
Fundur 14_11_2013
Fundargerð 17_10_2013

 Jafnréttisáætlun Krummakots.

Jafnréttisáætlun Krummakots er unnin af starfsfólki skólans í samræmi við lög um jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Áætlunin á við starfsfólk, nemendur og foreldra þeirra og er hluti af skólanámskrá Krummakots. Hér má skoða áætlunina í heild sinni:

Jafnréttisáætlun Krummakots

 

 Tákn með tali, skammstafað TMT.

Haustið 2013 byrjaði leikskólinn að vinna markvisst með tjáskiptaaðferð sem nefnist Tákn með tali, skammstafað TMT. TMT var upphaflega þróað fyrir nemendur með mál- og þroskaröskun. Aðferðin byggir á einföldum hreyfitáknum sem notuð eru á markvissan hátt til stuðnings töluðu máli. Um er að ræða náttúruleg tákn s.s bendingar, látbragð og svipbrigði að viðbættum táknum úr táknmáli heyrnarlausra. Áherslan er lögð á að tákna lykilorð hverrar setningar. TMT nýtist fólki á öllum aldri sem hefur tal- og málörðugleika af öðrum orsökum en heyrnarleysi. Undanfarin ár hefur komið í ljós að aðferðin nýtist vel í fjölmenningarlegu umhverfi s.s í leik- og grunnskólum. Aðferðin er málörvandi fyrir öll ung börn og því  óhætt að hvetja foreldra og kennara ungra barna að nota TMT sem skemmtilegt málörvunartæki sem um leið hjálpar þeim sérstaklega sem á þurfa að halda. Í Krummakoti ætlum við að innleiða TMT í þemaformi. Þema hvers mánaðar er sett inn á heimasíðuna en einnig eru foreldrar og aðrir áhugasamir hvattir til að skoða heimasíðuna http://www.tmt.is

Þema hvers mánaðar má skoða hér:

Febrúar_2014
TMT_Janúar 2014
TMT_desember_2013
TMT_Nóvember_2013
TMT_Október 2013
TMT_September 2013

 

Samstarf leik- og grunnskóla

Gott samstarf er á milli skólastiganna í Eyjafjarðarsveit enda  aðeins er einn leikskóli og einn grunnskóli í sveitarfélaginu. Stutt er á milli skólahúsanna sem auðveldar enn frekar gott og gefandi samstarf. Hér fyrir neðan má lesa markmið með samstarfinu sem og samstarfsáætlanir.
Kennarar elstu nemenda í leikskólanum og 1. bekkjarkennari í grunnskólanum halda utan um  samstarfið ásamt skólastjórnendum.

Markmið samstarfs leik- og grunnskóla


Samstarfsáætlun haustönn 2015

Samstarfsáætlun haustönn 2014

Samstarfsáætlun vorannar 2014
Samstarfsáætlun haustönn 2013

 

Samstarf við Slökkvistöð Akureyrar (Eldvarnareftirlitið)

Krummakot er í samstarfi við Eldvarnareftirlitið gegnum forvarnarverkefnið um Glóð og Loga. Það eru elstu börnin í leikskólanum sem taka þátt í verkefninu og eru svokallaðir aðstoðarmenn slökkviliðsins. Slökkviliðsmenn frá Slökkvistöð Akureyrar heimsækja nemendur tvisvar á ári með fræðslu auk þess sem þeim er boðið á uppskeruhátið á Slökkvistöðina að vori. Mánaðarlega fara tveir til fjórir nemendur í eftirlitsferð um leikskólann ásamt kennara þar sem þau athuga lýsingu neyðarljósa, útgönguleiðir, hurðapumpur, slökkvitæki og hvort logi á brunakerfi. Síðan er merkt við á sérstakan gátlista og leikskólastjóra tilkynnt ef einhverju er ábótavant.

Meginmarkmið með samstarfinu eru þríþætt:
1. Að tryggja að eldvarnir í leikskólunum verði ávallt eins og best verður á kosið.
2. Að veita elstu börnunum fyrstu fræðslu um eldvarnir og kynna fyrir þeim störf slökkviliðsmanna og búnað.
3. Að minna foreldra og forráðamenn barnanna á mikilvægi þess að hafa eldvarnir heimilisins í lagi og veita
þeim leiðbeiningar um hvernig ná má því marki.

Sigurveig Björnsdóttir heldur utan um verkefnið í leikskólanum.

Nánar má kynna sér verkefnið á heimasíðu Brunabótar

http://www.brunabot.is/forvarnir_logi_og_glod.html